Fréttir
Posted in

1. sætið aftur til Jako

Posted in

Fyrsta sætið aftur til Jako

Í gær birti þýska blaðið Markt Intern hina árlegu könnun á frammistöðu íþróttaframleiðanda í Þýskalandi. Rannsóknin er unnin í samstarfi við stóran hóp af söluaðilum, nánar tiltekið söluaðilum sem einblína á liðsíþróttir.

Markt Intern er virt vikublað frá Þýskalandi sem hefur fjallað ítarlega um íþróttamarkaðinn í tæp 50 ár. Hin árlega „Frammistöðuskýrsla“ kom út á dögunum og þykir ægilega spennandi bæði fyrir söluaðila og vörumerki því hún endurspeglar landslagið á milli fyrirtækjanna á uppbyggilegan hátt.

Okkur þykir mikið gleðiefni að tilkynna að Jako kom best út úr rannsókninni í ár. Þetta er í þriðja sinn sem Jako hlýtur verðlaunin en þýski framleiðandinn landaði fyrsta sætinu einnig árin 2013 og 2014.

Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá hér að neðan.

UPP

VÖRUKARFA 0