Ábyrgð
Samstarf með Sustainable Textiles
Jako er meðlimur stofnunarinnar Partnership for Sustainable Textiles. Eftir samruna fyrirtækja í efna- og fataiðnaðinum hafa vörubirgjar og pólitískar stofnanir haft sama drauminn að leiðarljósi; að betrumbæta heiminn á samfélags-legan, vistvænan og hagnýtan hátt í vefnaðariðnaðinum. Sem partur af vegferð okkar höfum við skilgreint ýmis markmið á sviði efna og umhverfisvænnar stjórnunar, samfélagslega staðla og náttúrulegs vefnaðar.
Amfori
Sem meðlimur Amfori samtakanna teljum við mikilvægt að leggja mikið upp úr sanngjörnum og öruggum vinnuaðstæðum hjá framleiðundum okkar. Amfori-sáttmálinn inniheldur reglugerðir til að vernda starfsfólk. Stjórnunarþjálfun, öruggir starfs-samningar, vinnutímar, skaðabætur, barnavinna, þvinguð vinna, ójöfnuður, vinnuaðstæður, félags- og heilsustofnanir, öryggi og heilsa á vinnustað, og umhverfisvernd eru m.a. þættir sem horft er til í sáttmálanum.
Framleiðsluöryggi
Allar vörur sem Jako framleiðir uppfylla lagaskilyrði; til dæmis The Textile Labelling Act, The Production Safety Act, eða reglugerðir frá Personal Protective Equipment. Að auki hefur Jako skilgreint sína eigin viðmiðunarstaðla í fatnaði og framkvæmt rannsóknir eins og: hegðun við að skreppa saman í þvotti, járnmótstaða, rifnmótstaða og litafestun, svo eitthvað sé nefnt. Þessar rannsóknir eru framkvæmdar af sjálfstæðum rannsóknarstofum á meðan vöruþróun og framleiðsla fer fram.
Efni
Verndun viðskiptavina og umhverfisins tökum við alvarlega. Af þeirri ástæðu eru engin áhættusöm eða bönnuð efni notuð. Jako mætir reglugerðum og stöðlum frá The German Fashion Modint Restricted Substance List. Enn fremur hafa efnabirgjarnir skuldbundið sig að vinna ávallt með Ökotex 100, class 2 standard. Allt saman sannreynt með reglulegu eftirliti, vottunum og tilraunaskýrslum.
Birgjar
Jako á ekki neinar framleiðslu-verksmiðjur heldur vinnur í nánu samstarfi við sjálfstæða birgja. Þess vegna er ofboðslega mikilvægt fyrir okkur að vita hvar, hvernig og frá hverjum Jako vörur eru framleiddar. Af þessari ástæðu veljum við birgja okkar af varkárni og heimsækjum þá margoft. Við einbeitum okkur að fáum og útvöldum birgjum sem við eigum í samstarfi með til lengri tíma. Það eykur gegnsæi okkar og færir stöðuga hágæða framleiðslu, sem og fljóta afgreiðslu fyrir viðskiptavini okkar.