Fréttir
Posted in

Afturelding aftur til Jako

Posted in

Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar, og Jóhann Guðjónsson frá Jakosport, handsala nýjan samstarfssamning.

Afturelding aftur til Jako!

Ungmannafélagið Afturelding frá Mosfellsbæ og Jakosport Íslandi hafa samið um samstarf næstu fjögur árin sem felur í sér að Afturelding um leika í fatnaði frá JAKO. Samningurinn tók í gildi 1. október og gildir fram til mitt ár 2022.

Afturelding hefur átt í góðu samstarfi við Errea sl. 8 ár og þökkum við þeim kærlega fyrir samstarfið,“ segir Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar, á vefsíðu Aftureldingar. „Það er með tilhlökkun sem við hefjum á ný samstarf við JAKO og væntum mikils af samstarfinu.

Frá árunum 2003-2010 lék Afturelding í Jako og því mikið gleðiefni að fá félagið aftur til okkar.

Nýr sérhannaður keppnisbúningur félagsins er væntanlegur í byrjun næsta árs. Hægt er að sjá þær vörur sem eru boði fyrir Aftureldingu með því að smella hér.

Eins og oft áður verður í boði sérstakir ofur-tilboðsdagar á nýjum Aftureldingsvörum þriðjudaginn 6. og miðvikudaginn 7. nóvember 2018 í Íþrótttahúsinu að Varmá þar sem hægt er að máta og panta flíkur sem yrðu tilbúnar til afgreiðslu um viku síðar. Alltaf er hægt að koma í verslun okkar að Smiðjuvegi 74 (gul gata) til að fá að máta, kaupa eða merkja flíkur.

UPP
VÖRUKARFA 0