Saga þýska fjölskyldu vörumerkisins

Árið 1957 Í Hollenbach fæddist Rudi Sprügel sem sjötta barn inn í níu manna fjölskyldu. Sem knattspyrnu-maður spilaði hann á miðjunni með Würzburger Kickers í þýsku Bundesliga 2. Áður en hann hóf sinn eigin rekstur vann hann í íþróttaverslun sem var í eigu þjálfara síns. Í dag má aðeins finna Rudi Sprügel á hliðarlínunni á fótboltavellinum. Áhugamál hans í dag liggja á golfvellinum þar sem hann æfir forgjöf sína stíft sem stendur núna í +11. Dætur hans, Nadine og Yvonne, vinna báðar í stjórnunarstöðum hjá Jako.

2018 – Yfir 100m árleg velta
Þjónustan hófst í bílskúr en er nú í yfir 50 löndum um allan heim – fljót og áreiðanleg. Í heildina spila yfir 100 þúsund lið í Jako treyjum. Á þessu stóra ári 2018 náði velta fyrirtækisins að fara yfir 100 milljón evrur í fyrsta sinn.

2017 – Champions league
Tímabilið 2016/17 spiluðum við í fyrsta sinn í meistaradeild Evrópu. Saman með Bayer 04 Leverkusen áttum við árangursríkt tímabil á stærsta sviði Evrópu í knattspyrnu. Liðið vann fyrsta leik sinn 1-0 á Wembley leikvanginum í London gegn Tottenham Hotspur og var það fyrsti sigurinn á Englandi í sögu félagsins.

2016 – Höfuðstöðvar Jako
Við förum inn í nýja tíma. Með nýju JAKO höfuðstöðvunum í Hollenbach getum við þjónað enn fleiri klúbbum á fljótari og skilvirkari hátt en áður þekkist. Smávélmenni sjá um að flokka vörunúmer á sína staði, tilbúnar til útflutnings. Nútímalegar skrifstofur með glerveggjum eru settar upp og nýr 700 fermetra sýningarsalur er vígður.

2015 – Jako ver titillinn
Annað árið í röð vinnur Jako verðlaunin “Teamsport 2014“ gefin út af Markt Intern til sönnunnar að sérþekking í dreifingaraðild skilar sínu. Tímaritið gaf einkunnir og settu JAKO í 1. sætið annað árið í röð. Fyrir JAKO er þessi viðurkenning frábær hvatning fyrir áframhaldandi samstarfi með dreifingaraðilum víðsvegar um heim.

2014 – Jako-punktar marka tímamót
Rétt fyrir afmælisár JAKO er ný hönnun kynnt til sögunnar: The JAKO dots. Samþjappaða merkið tengir saman hefðbundna og táknræna lógóið með öflugri og kraftmikilli hönnun.

2013 – Fyrsta sætið til JAKO
JAKO hrindir af stað herferð fyrir söluaðila „Team Sports – Just in Time“, sem styður dreifingaraðilana í betri og skilvirkari samvinnu með liðum og félögum. Fyrir frammistöðu sína tekur JAKO 1. sætið af söluaðila-sérfræðinga tímaritinu Markt Intern.

2012 – 4 lið – Nærri fjórðungur liða í Bundesliga klædd JAKO
JAKO? Vörumerkið sem var stofnað í bílskúr 1989? Já! Þættirnir til velgengninnar eru ennþá þeir sömu. Fullkominn fáanleiki, alhliða þjónusta með miklum persónuleika. Áhugalið, sem og atvinnuklúbbar, vita að JAKO þjóna sér rétt.

2010 – Þýskir meistarar
Út á íþróttavelli og inn í höllunum – JAKO er orðinn hluti af sögusviðinu og getur ekki verið hugsað án. Engan til undrunar, yfir 50.000 lið klæðast JAKO treyjum. Og JAKO-liðin eru að vinna titla: þýski körfuboltinn, blakið og íshokkýið eru meistarar. Hjá JAKO er alltaf möguleiki fyrir meiru. Viðurvist JAKO merkisins er að fá nýtt útlit.

2009 – 20 ár af JAKO
Afmælisgjöfin hjá JAKO er nýtt merki. Hannað í ljósa og ferska bláa JAKO-litnum sem kallar á uppruna þess í ánni. Tvö áar-merkin eru lokuð saman í hring. Þar að auki er nýtt slagorð kynnt til sögunnar: Living Sports. Það sameinar allt sem JAKO stendur fyrir: Fyrir alvöru íþróttir. Fyrir liðsanda, íþróttamannslega framkomu og eldmóðinn til að styðja öll lið og einstaklinga á leið sinni til markmiða sinna.

2006 – JAKO á nýrri braut
Með sínu auknu vöruúrvali, nýjum línum eins og körfubolta og hlaup ásamt fleiru er bætt við í vörubæklinginn, sem er nú yfir 400 blaðsíður. Með hjálp Brose Baskets og JAKO-Arena í Bamberg er stórum áfanga landað. Saman með JAKO eru Baskets að þróast yfir í alvöru þýska körfubolta titlasafnara. JAKO stendur þétt á bakvið liðið – fyrir öll lið, hvort sem það er inni á parketinu eða út á grasi.

2002 – JAKO AG
Þann 14. maí 2002 er nýjum áfanga náð: Jako Sportartikelvertriebs GmbH er að breytast yfir í stóran vörubirgðastað, kallaðan JAKO AG. Frá þessu augnabliki eru yfir 100 starfsmenn stoltir eigendur 10 vöruforða, sem útdeilt var til vinnuaflsins. Sú framkvæmd á sameiningu mikils rýmis og vörugeymslu sem ávallt er reiðubúin til pöntunnar gerði JAKO kleift til að gegnumbreyta rekstri vöruhússins og í leiðinni gera fyrirtækið klárt fyrir áframhaldandi áskoranir.

1999 – Frá íþróttamönnum fyrir íþróttamenn
Markmiðið er einfalt: Með íþrótta-metnað á hæsta stig þýsku Bundesligunnar nær FC Freiburg að færa gjöfina til að ná þessum áfanga – einmitt á 10. aldursári fyrirtækisins. JAKO er nú komið í þýsku Bundesliguna. Önnur gjöfin eru nýju höfuðstöðvar fyrirtækisins, sem klárar að gera upp stóru vörugeymsluna ásamt afhendingar svæðinu. Einfaldlega fyrsta flokks.

1994 – Þú getur reitt á JAKO
Vöru fáanleiki, framúrskarandi hlutfall verðs og frammistöðu, og persónuleg þjónusta JAKO mynda kjarna fyrirtækisins til dagsins í dag. Árið 1994 var sala fyrirtækisins tvöfölduð í yfir tvær milljónir evra, vinnustöðvar voru stækkaðar um tvöfalt og vörubæklingurinn náði upp í 44 blaðsíður, til samanburðar við 12 blaðsíðna bæklinginn árið 1990. JAKO hefur staðfest sig sem vörubirgir í íþróttageiranum.

1991 – Einkarekið vörumerki
JAKO-úrvalið slær í gegn! Söluáætlanir fyrirtækisins fara fram úr sér um 300% á sínu fyrsta ári. Nýir möguleikar eru uppgötvaðir – Héðan í frá er JAKO einkavörumerki fáanlegt fyrir íþróttasmásala. Það er kristaltært: JAKO vex jafnt hratt eins og það afhendir vörur.

1989 – Biðin er á enda
9. nóvember 1989. Veggurinn er fallinn. Þjóðin fagnar. Öll þjóðin? Næstum því. Á þessum degi opinberar Rudi Sprügel JAKO Sportartikel GmbH. Hugmyndin – félög nálægt heimili hans – milli ánna Jagst og Kocher – getur nú framfleytt fataúrval sem ávallt er reiðubúið til afhendingar. Sæmandi fyrir héraðið, nafn fyrirtækisins verður JAKO. Fyrstu búsetur fyrirtækisins eru í bílskúr bróður síns í litla bænum Stachenhausen. Tími til að hefja leik…