Saga þýska fjölskyldu vörumerkisins

Árið 1957 Í Hollenbach fæddist Rudi Sprügel sem sjötta barn inn í níu manna fjölskyldu. Sem knattspyrnu-maður spilaði hann á miðjunni með Würzburger Kickers í þýsku Bundesliga 2. Áður en hann hóf sinn eigin rekstur vann hann í íþróttaverslun sem var í eigu þjálfara síns. Í dag má aðeins finna Rudi Sprügel á hliðarlínunni á fótboltavellinum. Áhugamál hans í dag liggja á golfvellinum þar sem hann æfir forgjöf sína stíft sem stendur núna í +11. Dætur hans, Nadine og Yvonne, vinna báðar í stjórnunarstöðum hjá Jako.

2021 - Fyrytækja og tómstundafatnaður

JAKO fer inn á nýjan markað! Fyritækja- og tómstundafatnaður er nú í boði fyrir öll fyritæki og hópa sem vilja styrkja liðsandann. Þar sem hver hópur er einstakur er gott að geta átt sameiginlegan einkennisgalla. Tvær nýjar fatalínur ORGANIC OG DOUBLETEX má finna í nýja bækling fyritækja!

2021 - Stjórnaskipti

Rudi Sprügel tekur við sem forstjóri og færir nýrri framkvæmdastjórn rekstrarábyrgð. Þetta samanstendur af dætrum hans Nadine og Yvonne Sprügel auk Tobias Röschl og stjórnarmannsins Markus Frank sem hefur setið lengi.

JAKO er áfram fjölskyldufyrirtæki.

2018 – Yfir €100m árleg velta

Þjónustan hófst í bílskúr en er nú í yfir 50 löndum um allan heim – fljót og áreiðanleg. Í heildina spila yfir 100 þúsund lið í Jako treyjum. Á þessu stóra ári 2018 náði velta fyrirtækisins að fara yfir 100 milljón evrur í fyrsta sinn.

2017 – Champions league

Tímabilið 2016/17 spiluðum við í fyrsta sinn í meistaradeild Evrópu. Saman með Bayer 04 Leverkusen áttum við árangursríkt tímabil á stærsta sviði Evrópu í knattspyrnu. Liðið vann fyrsta leik sinn 1-0 á Wembley leikvanginum í London gegn Tottenham Hotspur og var það fyrsti sigurinn á Englandi í sögu félagsins.

2016 – Höfuðstöðvar Jako

Við förum inn í nýja tíma. Með nýju JAKO höfuðstöðvunum í Hollenbach getum við þjónað enn fleiri klúbbum á fljótari og skilvirkari hátt en áður þekkist. Smávélmenni sjá um að flokka vörunúmer á sína staði, tilbúnar til útflutnings. Nútímalegar skrifstofur með glerveggjum eru settar upp og nýr 700 fermetra sýningarsalur er vígður.

2015 – Jako ver titillinn

Annað árið í röð vinnur Jako verðlaunin “Teamsport 2014“ gefin út af Markt Intern til sönnunnar að sérþekking í dreifingaraðild skilar sínu. Tímaritið gaf einkunnir og settu JAKO í 1. sætið annað árið í röð. Fyrir JAKO er þessi viðurkenning frábær hvatning fyrir áframhaldandi samstarfi með dreifingaraðilum víðsvegar um heim.

2014 – Jako-punktar marka tímamót

Rétt fyrir afmælisár JAKO er ný hönnun kynnt til sögunnar: The JAKO dots. Samþjappaða merkið tengir saman hefðbundna og táknræna lógóið með öflugri og kraftmikilli hönnun.

2013 – Fyrsta sætið til JAKO

JAKO hrindir af stað herferð fyrir söluaðila „Team Sports – Just in Time“, sem styður dreifingaraðilana í betri og skilvirkari samvinnu með liðum og félögum. Fyrir frammistöðu sína tekur JAKO 1. sætið af söluaðila-sérfræðinga tímaritinu Markt Intern.

2012 – 4 lið – Nærri fjórðungur liða í Bundesliga klædd JAKO

JAKO? Vörumerkið sem var stofnað í bílskúr 1989? Já! Þættirnir til velgengninnar eru ennþá þeir sömu. Fullkominn fáanleiki, alhliða þjónusta með miklum persónuleika. Áhugalið, sem og atvinnuklúbbar, vita að JAKO þjóna sér rétt.

2010 – Þýskir meistarar

Út á íþróttavelli og inn í höllunum – JAKO er orðinn hluti af sögusviðinu og getur ekki verið hugsað án. Engan til undrunar, yfir 50.000 lið klæðast JAKO treyjum. Og JAKO-liðin eru að vinna titla: þýski körfuboltinn, blakið og íshokkýið eru meistarar. Hjá JAKO er alltaf möguleiki fyrir meiru. Viðurvist JAKO merkisins er að fá nýtt útlit.

2009 – 20 ár af JAKO

Afmælisgjöfin hjá JAKO er nýtt merki. Hannað í ljósa og ferska bláa JAKO-litnum sem kallar á uppruna þess í ánni. Tvö áar-merkin eru lokuð saman í hring. Þar að auki er nýtt slagorð kynnt til sögunnar: Living Sports. Það sameinar allt sem JAKO stendur fyrir: Fyrir alvöru íþróttir. Fyrir liðsanda, íþróttamannslega framkomu og eldmóðinn til að styðja öll lið og einstaklinga á leið sinni til markmiða sinna.

2006 – JAKO á nýrri braut

Með sínu auknu vöruúrvali, nýjum línum eins og körfubolta og hlaup ásamt fleiru er bætt við í vörubæklinginn, sem er nú yfir 400 blaðsíður. Með hjálp Brose Baskets og JAKO-Arena í Bamberg er stórum áfanga landað. Saman með JAKO eru Baskets að þróast yfir í alvöru þýska körfubolta titlasafnara. JAKO stendur þétt á bakvið liðið – fyrir öll lið, hvort sem það er inni á parketinu eða út á grasi.

2002 – JAKO AG

Þann 14. maí 2002 er nýjum áfanga náð: Jako Sportartikelvertriebs GmbH er að breytast yfir í stóran vörubirgðastað, kallaðan JAKO AG. Frá þessu augnabliki eru yfir 100 starfsmenn stoltir eigendur 10 vöruforða, sem útdeilt var til vinnuaflsins. Sú framkvæmd á sameiningu mikils rýmis og vörugeymslu sem ávallt er reiðubúin til pöntunnar gerði JAKO kleift til að gegnumbreyta rekstri vöruhússins og í leiðinni gera fyrirtækið klárt fyrir áframhaldandi áskoranir.

1999 – Frá íþróttamönnum fyrir íþróttamenn

Markmiðið er einfalt: Með íþrótta-metnað á hæsta stig þýsku Bundesligunnar nær FC Freiburg að færa gjöfina til að ná þessum áfanga – einmitt á 10. aldursári fyrirtækisins. JAKO er nú komið í þýsku Bundesliguna. Önnur gjöfin eru nýju höfuðstöðvar fyrirtækisins, sem klárar að gera upp stóru vörugeymsluna ásamt afhendingar svæðinu. Einfaldlega fyrsta flokks.

1994 – Þú getur reitt á JAKO

Vöru fáanleiki, framúrskarandi hlutfall verðs og frammistöðu, og persónuleg þjónusta JAKO mynda kjarna fyrirtækisins til dagsins í dag. Árið 1994 var sala fyrirtækisins tvöfölduð í yfir tvær milljónir evra, vinnustöðvar voru stækkaðar um tvöfalt og vörubæklingurinn náði upp í 44 blaðsíður, til samanburðar við 12 blaðsíðna bæklinginn árið 1990. JAKO hefur staðfest sig sem vörubirgir í íþróttageiranum.

1991 – Einkarekið vörumerki

JAKO-úrvalið slær í gegn! Söluáætlanir fyrirtækisins fara fram úr sér um 300% á sínu fyrsta ári. Nýir möguleikar eru uppgötvaðir – Héðan í frá er JAKO einkavörumerki fáanlegt fyrir íþróttasmásala. Það er kristaltært: JAKO vex jafnt hratt eins og það afhendir vörur.

1989 – Biðin er á enda

9. nóvember 1989. Veggurinn er fallinn. Þjóðin fagnar. Öll þjóðin? Næstum því. Á þessum degi opinberar Rudi Sprügel JAKO Sportartikel GmbH. Hugmyndin – félög nálægt heimili hans – milli ánna Jagst og Kocher – getur nú framfleytt fataúrval sem ávallt er reiðubúið til afhendingar. Sæmandi fyrir héraðið, nafn fyrirtækisins verður JAKO. Fyrstu búsetur fyrirtækisins eru í bílskúr bróður síns í litla bænum Stachenhausen. Tími til að hefja leik…

UPP

VÖRUKARFA 0