Sjálfbærni
JAKO FAIR
Fyrir okkur skal sanngirni ekki aðeins vera fyrir brjósti út á velli. Þess vegna vinnum við saman með birgjum okkar ásamt allri virðiskeðjunni að gera liðin okkar enn sanngjarnari og framleiðsluna enn sjálfbærari.
JAKO FAIR merkimiðinn sýnir fram á hvaða vörur hafa náð tiltölulega háum stöðlum hvað sjálfbærni varðar. Til að gera það kleift vinnum við eftir ströngum ramma þegar val á efni á í hlut. Að auki tryggjum við að allar umbúðir og önnur sendingarefni séu eins umhverfislega vistvæn eins og kostur ber. Hægt verður að finna allar upplýsingar og árangur í sjálfbærnismálum okkar inn á www.ourteamforabetterworld.com
100% af efnunum í vörunni eru hrá endurvinnanleg efni eða úr lífrænum bómul.
Að lágmarki 50% af efnunum í vörunni eru hrá endurvinnanleg efni eða úr lífrænum bómul.
Samfélagsleg ábyrgð
Við hjá Jakosport tökum þátt í að vernda umhverfið m.a. með því að endurvinna allan þann pappa og umbúðir sem við fáum í verslunina. Alla tíð höfum við boðið upp á að afgreiða viðskiptavini með þeim pokum sem vörurnar berast í. Einnig sendum við vannýtta plastpoka og pappa á ýmsa leikskóla sem nýtist einstaklega vel til skemmtilegrar föndrunar og listar.