Skilmálar

Skilmálar og fyrirvarar

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann
Namo ehf – kt: 600801-2790 – jakosport@jakosport.is
Namo ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Vörur, innihaldsefni og önnur atriði.
Allt efni sem kynnt er og fjallað er um á þessari vefsíðu (þ.m.t. vörur og verð), www.jakosport.is, getur tekið breytingum án nokkurra fyrirvara eða tilkynninga. Eigandi þessarar vefsíðu, Namo ehf., tekur skynsamlegar ákvarðanir í textavali og framsetningu þeirra vara og þjónustu sem í boði er á www.jakosport.is. Það er á þína ábyrgð að leggja fram réttar persónuupplýsingar þegar þú átt viðskipti við Namo ehf. Þegar þú verslar vörur og þjónustu af Namo ehf. gefur þú til kynna að vörurnar verði notaðar skv. þeim leiðbeiningum og upplýsingum sem eru að finna á þeim. Öll misnotkun á vörum og þjónustu sem þú færð á vefsíðu www.jakosport.is er algjörlega á þína ábyrgð.

Takmörk sendinga.
Þegar pantað er, þá verður pöntunin send til heimilisfangsins sem uppgefið er á pöntuninni. Allar pantanir sem óskað er eftir heimsendingu verða sendar með Íslandspósti. Öll vöruverð á www.jakosport.is eru án sendingarkostnaðar. Eftir að pöntun fer frá Jakosport Íslandi til Íslandspósts liggur ábyrgðin hjá Íslandspósti. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf. Pöntun er send í næsta pósthús. Namo ehf. tekur ekki þóknun/gjald fyrir að þjónusta vefpantanir. Viðskiptavinir greiða einungis verð vöru án sendingargjalds skv. gjaldskrá Íslandspósts hverju sinni.

Greiðsluupplýsingar og sendingarmáti.
Viðskiptavinum bjóðast tvennir greiðslumöguleikar: millifærsla í gegnum heimabanka vegna póstsendingar og greiðsla með greiðslukorti á vefsíðu Namo ehf., www. jakosport.is. Namo ehf. sendir pakka heim að dyrum þar sem slík þjónusta er í boði hjá Íslandspósti. Annars er pakkinn sóttur á viðkomandi pósthúsi.

Afgreiðslufrestur og ófáanlegar vörur.
Afgreiðslufrestur pantana sem berast í gegnum vefsíðu þessa er 1-2 virkir dagar eftir að pöntun og greiðsla berst. Berist pöntun um helgi, á  föstudegi eða rauðum dögum getur afgreiðslufrestur lengst sem nemur 1 til 2 helgidögum. Viðskiptavinir eru hvattir til að senda staðfestingu á greiðslu pantana til jakosport@jakosport.is til að flýta fyrir afgreiðslu. Það verður ekki hjá því komist að vörur geta einstaka sinnum verið uppseldar. Komi það fyrir mun Namo ehf. hafa samband við þann er leggur inn pöntunina og kynna honum aðra valkosti, hvenær varan kemur aftur eða endurgreiða honum uppselda vöru að fullu verði sé þess óskað. Namo ehf. mun eftir bestu getu uppfæra vefsíðuna í samræmi við birgðastöðu.

Réttar upplýsingar.
Við reynum eftir bestu getu að tryggja að upplýsingarnar á www.jakosport.is séu núgildandi, nákvæmar og réttar. Þrátt fyrir tilraunir okkar, þá geta upplýsingar á www.jakosport.is einstaka sinnum verið rangar, ófullnægjandi eða úreltar. Sem dæmi, þá geta vörur á vefsíðunni verið uppseldar, geta verið með öðruvísi eða breytt innihaldsefni miðað við það sem tilgreint er á síðunni, eða geta verið á öðru verði en tilgreint er á vefsíðunni. Ef upplýsingar um þann er pantar vöru og þjónustu á www.jakosport.is eru ófullnægjandi reynum við að hafa samband við viðkomandi til að hægt sé að afgreiða pöntunina. Takist það ekki verður pöntun ógild.

Notkun þessarar vefsíðu.
Hönnun þessarar vefsíðu, texti, útlit, myndefni, upplýsingar, innihald og annað efni sem hægt er að afrita og niðurhala af þessari vefsíðu eru vernduð með lögum og má ekki nota eins og tilgreint er hér nema með skriflegu samþykkis Namo ehf. Ekki má eiga við eða breyta því efni sem er að finna á þessari vefsíðu, með afritun eða niðurhali, hvorki í auglýsingar né fréttir. Slíkt brýtur í bága við núgildandi lög og reglur.

Ábyrgðir.

  • Breytingar á skilmálum og fyrirvörum.
    Namo ehf áskilur sér rétt til að breyta skilmálum og fyrirvörum hvenær sem er.
  • Varnarþing.
    Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Skilmálar þessir gilda frá 24. maí 2017.

Skil á vöru.
Viðskiptavinir okkar hafa 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að þeir hafi ekki notað vöruna, hún sé ekki sérsniðin þörfum kaupanda, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Niðurtalning hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Varan fæst ekki endurgreidd en boðið er upp á inneignarnótu í verslun Jakosport Íslandi.

Póstlisti

Við viljum geta upplýst þig um þjónustu, útsölur, nýjar vörur og tilboð sem gætu gagnast þér. Á vefsíðunni getur þú skráð þig á póstlistann okkar til að fá sendan tölvupóst með slíkum upplýsingum. Vefsíðan jakosport.is er hýst hjá Allra Átta.

UPP
VÖRUKARFA 0