Þjónusta
Við hjá Jakosport leggjum upp úr fyrsta flokks þjónustu. Við höfum margra áratugareynslu af vöruinnflutningi sem nýtist farsællega í fljótri afgreiðslu. Með okkur færðu flíkurnar hratt til þín, merktar eða ómerktar.
Rætur okkar mega rekja til liðsíþrótta. Fljótar og áreiðanlegar afhendingar, þannig viljum við þjóna liðum okkar.
Við þekkjum vel hversu mikilvægt það er fyrir lið að hafa traustan vörubirgja. Á afar stuttum tíma afhendir Jako yfir 400 vörur í 30 þúsund tilbrigðum beint til viðskiptavina í yfir 50 löndum.
Fatalínur í vöruúrvali okkar eru fáanlegar í allt að 5 ár í senn. Með því bjóðum við upp á tækifæri fyrir liðin til að skipuleggja fatastíl sinn til framtíðar og einnig veita valmöguleikann á stöðugri endurpöntun.
Hvert lið vill hafa sitt einkenni og skera sig úr í útliti. Með 6 fatalínum, 11 keppnistreyjum og öðrum fatnaði nær fataúrval okkar yfir allan skalann frá tómstundargamani yfir til æfinga- og keppnisfatnaðar.
Við trúum að mikilvægt sé að hafa breitt vöruúrval. Með 16 mismunandi litasamsetningum finnur hvert lið rétta litinn fyrir sig. Hver og einn liðsmaður finnur sína stærð frá 116 upp í 6XL. Sérstakar stuttar og langar stærðir, ásamt dömusniði, bindir endahnútinn á breiða vöruúrvalið.
Allar vörur hafa einnig þann valmöguleika á sérhönnun. Frábær leið til að gera útlitið algjörlega einstakt.