Þvottur
Almennileg umsjá mun auka endingartíma flíkanna þinna. Þess vegna er mikilvægt að fylgja ávallt þeim leiðbeiningum sem fylgja í miða flíkarinnar. Á þessari síðu færðu helstu upplýsingar varðandi þvottaleiðbeiningar með Jako fatnaði.
1. Fyrir þvott
- Þungir og dökkir blettir á flíkum ættu að liggja í bleyti (volgu vatni) fyrir þvott.
- Loka vösum og frönskum rennilásum fyrir þvott.
- Ekki þvo fatnað með hvössum hörnum sem gæti rifið aðrar flíkur.
- Gættu þess að tæma alla vasa.
- Þvoðu með svipuðum litum. Hafðu hvítt sér til að viðhalda hvíta litnum sem best.
- Betra er að þvo á röngunni ef merkingar eru á flíkinni.
2. Þvottur
- Athugaðu miðann inn í flíkinni fyrir þvottaleiðbeiningar.
- Notaðu viðurkennt þvottaefni.
- Forðastu þess að nota mýkingarefni með íþróttafatnaðinum, sérstaklega ef merkingar eru á flíkinni. Það getur valdið ertingu í vefnaðinum og hefur áhrif á stjórn rakans í efninu. Einnig skemmir það teyjuna í efninu.
- Forðastu þessu að troða í þvottavélina og fjölga snúningum.
3. Þurrkun og straujun
- Hengdu flíkurnar sléttar upp eftir þvott.
- Snúðu flíkum á röngunni fyrir þurrkarann.
- Alls ekki setja fatnað með merkingum í þurrkarann.
- Ekki strauja merkingar á fatnaði. Ef merkingar eru lausar eða skemmdar, komdu þá með flíkina í verslun okkar og við lögum hana fyrir þig.
Má fara í þvottavél / Hámark 30°C
Má fara í þvottavél / Hámark 40°C
Má ekki setja í klór (bleikja)
Má setja í þurrkara – lágan hita / Maximum iron dry
Má fara í þvottavél – viðkvæmt / Hámark 40°C
Handþvottur
Ekki strauja
Ekki þurrhreinsa
Má ekki setja í þurrkara
Strauja með lágum hita / Hámark 110°C
Má fara í þvottavél – viðkvæmt / Hámark 30°C