Fréttir
Posted in

VfB Stuttgart í Jako 2019

Posted in

Rudi Sprügel, eigandi og framkvæmdastjóri Jako, ásamt Michael Reschke (t.v.), íþróttastjóra Stuttgart, og Jochen Röttgermann (t.h.), markaðsstjóra Stuttgart.

VfB Stuttgart í Jako árið 2019!

Samstarf milli Jako og Stuttgart markar þáttaskil í sögu fyrirtækisins. Frá og með tímabilinu 2019/2020 mun þýska Bundesliga liðið VfB Stuttgart leika í búningum frá Jako. Samningurinn var gerður til fjögurra ára og er einn sá stærsti í sögu fyrirtækisins.

Rudi Sprügel, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Jako, er hæstánægður með samstarfið.

„Við höfum sterk tengsl við félagið í hverfinu okkar og við viljum styrkja vörumerki félagsins og stækka á heimsvísu. Jako og Stuttgart, það einfaldlega smellpassar.”

Fimmföldu deildarmeistararnir og þreföldu bikarmeistararnir setja markið hátt og stefna á Evrópu eftir árangursríka endurkomu sína í Bundesliguna 2017/2018.

Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Ásgeir Sigurvinsson hefur starfað sem sendiherra á vegum félagsins undanfarin ár. Ásgeir er í mikl­um met­um inn­an raða fé­lags­ins og var á sín­um tíma kos­inn besti leikmaður Þýska­lands ásamt því að vinna Þýska­lands­meist­ara­titil­inn með liðinu. Félagið ætti því að vera flestum Íslendingum alkunnugt.

Á mynd má sjá Rudi Sprügel (fyrir miðju) með Michael Reschke (Yfirmaður knattspyrnumála VfB Stuttgart, vinstri) og Jochen Röttgermann (Markaðs- og sölustjóri VfB Stuttgart, hægri).

 

UPP

VÖRUKARFA 0

Innskráning

Búa til reikning

Your personal data will be used to support your experience throughout this website, to manage access to your account, and for other purposes described in our persónuverndarstefnu.

Búa til nýtt lykilorð

Glataðiru lykilorðinu þínu? Sláðu inn notandanafn eða netfang. Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að búa til nýtt lykilorð.