Rudi Sprügel, eigandi og framkvæmdastjóri Jako, ásamt Michael Reschke (t.v.), íþróttastjóra Stuttgart, og Jochen Röttgermann (t.h.), markaðsstjóra Stuttgart.
VfB Stuttgart í Jako árið 2019!
Samstarf milli Jako og Stuttgart markar þáttaskil í sögu fyrirtækisins. Frá og með tímabilinu 2019/2020 mun þýska Bundesliga liðið VfB Stuttgart leika í búningum frá Jako. Samningurinn var gerður til fjögurra ára og er einn sá stærsti í sögu fyrirtækisins.
Rudi Sprügel, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Jako, er hæstánægður með samstarfið.
„Við höfum sterk tengsl við félagið í hverfinu okkar og við viljum styrkja vörumerki félagsins og stækka á heimsvísu. Jako og Stuttgart, það einfaldlega smellpassar.“
Fimmföldu deildarmeistararnir og þreföldu bikarmeistararnir setja markið hátt og stefna á Evrópu eftir árangursríka endurkomu sína í Bundesliguna 2017/2018.
Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Ásgeir Sigurvinsson hefur starfað sem sendiherra á vegum félagsins undanfarin ár. Ásgeir er í miklum metum innan raða félagsins og var á sínum tíma kosinn besti leikmaður Þýskalands ásamt því að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn með liðinu. Félagið ætti því að vera flestum Íslendingum alkunnugt.
Á mynd má sjá Rudi Sprügel (fyrir miðju) með Michael Reschke (Yfirmaður knattspyrnumála VfB Stuttgart, vinstri) og Jochen Röttgermann (Markaðs- og sölustjóri VfB Stuttgart, hægri).